
Fæðingasaga Kolfinnu
Þriðja fæðing og með fyrstu meðgöngur fór ég af stað 37+5 og 38+5 þannig ég var orðin frekar óþolinmóð að bíða komin 39+4 þegar ég hef loksins af stað. Við ákváðum frekar snemma á meðgöngunni að við vildum eiga annað hvort heima eða í Björkinni. Síðasta fæðing og sængurlega var erfið þar sem strákurinn okkar fæddist með sjaldgæft heilkenni og eyddum við fyrstu dögunum á vökudeild og held ég þess vegna að tilfinningin hafi verið mjög sterk að vilja upplifa fæðingu annars staðar en á Landspítalanum í umhverfi sem væri heimilislegt og veitti ró.
Settur dagur var 12.janúar þannig það var líka ákveðinn sigur að ná yfir áramótin þar sem fyrsta barnið okkar sem var sett 8.janúar kom á aðfangadag 2019. Ég var búin að reyna öll trikkin í bókinni til að koma mér af stað og ákvað loksins að fjárfesta í stórum æfingabolta til að hossast á til að koma barni neðar í grindina… fékk boltann 8.janúar um 16 leytið og hossaðist fram á kvöld. Viti menn um 23:00 kom fyrsti verkur, vægur verkur og komu nokkrir á 10-15 mín fresti strax. Var búin að vera með endalausa fyrirvaraverki í margar vikur þannig ég tók þessum verkjum með fyrirvara 🤭00:15 hringi í Arney ljósu læt vita að eitthvað sé að gerast, hún ráðleggur að reyna að leggja sig og hringja þegar 5 mín á milli eða sterkari verkir. Kl. 2:22 koma sterkari verkir og styttra á milli, ákveðum að fara upp eftir í Björkina, því fyrr því betra þar sem seinasta fæðing gerðist frekar hratt fyrir sig. Vorum komin upp eftir um 2:40 og ennþá alveg bærilegir verkir en kröftugri.

Fer í baðið um 3:30 líður best þar og fæði í baðinu. Verkirnir orðin hrikalegir um 5 leytið og um 5:44 þá glittir í kollinn. Eftir 3-4 rembinga og um 8 langar mínútúr með höfuðið hálf út spyr ég Arney hvort hún geti ekki tekið barnið út 😂 stuttu seinna kemur haus og litla “trölla” barnið mitt kl. 5:52 þann 9.janúar, fer strax á bringuna mína og var bara rosa til í að kúra þar og svo föttuðum við eftir nokkrar mínútur að við vissum ekki kynið og kíktum og maðurinn minn sá bara naflastrenginn og hélt að þetta væri strákur en viti menn lítil stúlka mætt🥰

Biðum svo bara róleg meðan það var ennþá sláttur í naflastrengnum og svo fékk ég sjálf að klippa á strenginn í fyrsta skiptið. Fylgjan lét aðeins bíða eftir sér en kom svo um hálftíma seinna. Kúrðum svo aðeins saman áður en við fórum heim um 10:30. Stærsta barnið okkar af þrem, 3710 gr og 51 cm. Fyrsta barn var 2880 gr og miðjan okkar var mikið vaxtaskertur 1937 gr þannig þetta var klárlega erfiðasta fæðingin en yndislegt að fá að upplifa fæðingu í Björkinni með yndislegum ljósmæðrum Arney og Hörpu.

Comentarios