Næstu námskeið:
25.febrúar kl. 20:00 Fæðing í vændum
11.mars kl 17:00 Ferðalagið
12.mars kl 20:00 Fæðing í vændum
8. apríl kl 17:00 Ferðalagið
6. maí kl 17:00 Ferðalagið

Ferðalagið- Fæðingarundirbúningur
Allt sem verðandi foreldrar þurfa að vita um fæðinguna. Farið er í gegnum fæðinguna stig af stigi, frætt um við hverju megi búast og hvað er gott að gera á hverju stigi fyrir sig og rætt um hlutverk maka/stuðningsaðila og ljósmæðra í fæðingunni.
Markmiðið er að foreldrar fari inn í fæðinguna örugg, laus við kvíða og full sjálfstrausts og tilhlökkunar. Námskeiðið hentar öllum verðandi foreldrum hvar sem fæðingin mun eiga sér stað.
Mælt er með að fara á þetta námskeið frá 28.-36.viku meðgöngu.
Verð 18.500 kr

Fæðing í vændum- Persónulegur fæðingarundirbúningur
Ertu komin á tíma?
Fæðing í vændum er hugguleg kvöldstund fyrir verðandi mæður gengnar 37 til 42 vikur.
Unnið er með ásetning fyrir góða fæðingu, fræðslu um ráð til undirbúnings fyrir fæðingu og allar fá tækifæri til að prófa döðlunammi, fæðingardrykk, ilmkjarnaolíur, nudd, nálastungur, rebozo og tens tæki.
Endað er á góðri slökun með yoga nidra og hver og ein fer heim með nuddolíu með ilmkjarnaolíum sem hvetja til góðrar fæðingar, sitt eigið ilmsprey og ásetning fyrir sig.
Verð 7.500 kr
