Innskráning

Emma Marie Swift

Emma Marie Swift hóf störf hjá Björkinni vorið 2016. Hún er ljósmóðir á Fæðingastofu Bjarkarinnar og sinnir konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Einnig kennir hún á fæðingafræðslunámskeiðum, aðstoðar við heimafæðingar og sinnir konum í heimaþjónustu eftir fæðingu.

Emma lærði ljósmóðurfræði í Bandaríkjunum og starfaði á fæðingaheimili og við heimafæðingar á árunum 2010-2013 í Madison, Wisconsin. Hún lauk meistaraprófi í ljósmóðurfræði frá Hannover Medical School í Þýskalandi árið 2015 og stundar nú doktorsnám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.

Fyrri störf:  Emma hefur starfað í heildrænu ferli með konur á meðgöngu, í heimafæðingum og sængurlegu frá 2010. Hún hefur þróað og kennt námskeið byggð á hugmyndafræði um hópmeðgönguvernd og situr í stjórn Sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Emma sinnir kennslu við Háskóla Íslands í ljósmóðurfræði og við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum.

Síminn hjá Emmu er 853-8812 og netfangið er emma(hja)bjorkin.is

 

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík