Innskráning

IMG 2078bArney Þórarinsdóttir hefur starfað sem heimafæðingaljósmóðir hjá Björkinni frá árinu 2010. Hún sinnir mæðravernd, fæðingum og tekur að sér heimaþjónustu eftir fæðingu. Hún veitir ráðgjöf, gefur nálastungu og heldur námskeið fyrir verðandi foreldra ásamt ýmsu öðru skemmtilegu.

Arney útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001 og sem ljósmóðir frá sama skóla árið 2009. Hún er framkvæmdastjóri Bjarkarinnar.

Fyrri störf: Arney hefur starfað sem ljósmóðir í Hreiðrinu. Hún hefur einnig tekið að sér að halda fæðingarfræðslunámskeið á ensku á vegum Heilsugæslunnar. Arney hefur unnið við stundakennslu við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Sem hjúkrunarfræðingur hefur hún aðalega starfað á hjartadeildum Landspítalans.

Síminn hjá Arney er 664-9081 og netfangið er: arney(hja)bjorkin.is

IMG 2142bHrafnhildur Halldórsdóttir hefur starfað sem heimafæðingaljósmóðir hjá Björkinni og frá árinu 2010. Hún sinnir mæðravernd, fæðingum og tekur að sér heimaþjónustu eftir fæðingu. Hún veitir ráðgjöf, gefur nálastungu og heldur námskeið fyrir verðandi foreldra ásamt ýmsu öðru skemmtilegu.

Hrafnhildur útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2001 og sem ljósmóðir frá sama skóla árið 2009. Hrafnhildur er stjórnarformaður Bjarkarinnar.

Fyrri störf: Hrafnhildur hefur starfað sem ljósmóðir í Hreiðrinu, í Keflavík og tímabundið á Hornafirði. Hún hefur einnig tekið að sér fæðingarfræðslunámskeið á ensku á vegum Heilsugæslunnar. Hrafnhildur tekur líka að sér stundakennslu við hjúkrunardeild Háskóla Íslands. Sem hjúkrunarfræðingur hefur hún aðallega starfað á hjartadeildum Landspítalans og hefur m.a. unnið á vökudeild, krabbameinsdeild og við öldrunarhjúkrun. 

Síminn hjá Hrafnhildi er 664-9083 og netfangið er: hrafnhildur(hja)bjorkin.is

harpa1305 bw2Harpa Ósk Valgeirsdóttir hóf störf hjá Björkinni í lok ársins 2015. Hún er ljósmóðir á Fæðingastofu Bjarkarinnar og sinnir konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Einnig kennir hún á fæðingafræðslunámskeiðum, aðstoðar við heimafæðingar og sinnir konum í heimaþjónustu eftir fæðingu. Hún veitir ráðgjöf og fræðslu fyrir verðandi foreldra og gefur nálastungu. Harpa sér einnig um heimasíðuna bjorkin.is og skipulagningu verkefna.

Harpa Ósk útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2007 og sem ljósmóðir frá sama skóla árið 2009.  Hún er nú í meistaranámi í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.  

Fyrri störf: Harpa Ósk hefur starfað sem ljósmóðir á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað við mæðravernd, fæðingahjálp, sængurlegu og ungbarnavernd, á fæðingavaktinni í Keflavík,  á vökudeild LSH og í Hreiðrinu. Harpa situr í stjórn Sjálfstætt starfandi ljósmæðra.

Síminn hjá Hörpu er 659-8088 og netfangið er harpa(hja)bjorkin.is

 

Emma Marie Swift

Emma Marie Swift hóf störf hjá Björkinni vorið 2016. Hún er ljósmóðir á Fæðingastofu Bjarkarinnar og sinnir konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Einnig kennir hún á fæðingafræðslunámskeiðum, aðstoðar við heimafæðingar og sinnir konum í heimaþjónustu eftir fæðingu.

Emma lærði ljósmóðurfræði í Bandaríkjunum og starfaði á fæðingaheimili og við heimafæðingar á árunum 2010-2013 í Madison, Wisconsin. Hún lauk meistaraprófi í ljósmóðurfræði frá Hannover Medical School í Þýskalandi árið 2015 og stundar nú doktorsnám í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands.

Fyrri störf:  Emma hefur starfað í heildrænu ferli með konur á meðgöngu, í heimafæðingum og sængurlegu frá 2010. Hún hefur þróað og kennt námskeið byggð á hugmyndafræði um hópmeðgönguvernd og situr í stjórn Sjálfstætt starfandi ljósmæðra. Emma sinnir kennslu við Háskóla Íslands í ljósmóðurfræði og við Miðstöð í Lýðheilsuvísindum.

Síminn hjá Emmu er 853-8812 og netfangið er emma(hja)bjorkin.is

 

elva rut

Elva Rut Helgadóttir hefur starfað sem ljósmóðir á Landspítalanum frá árinu 2006 og hóf störf hjá Björkinni árið 2017. Hún er ljósmóðir á Fæðingastofu Bjarkarinnar og sinnir konum á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Hún sinnir einnig heimaþjónustu eftir fæðingu. Elva Rut er jógakennari og hefur kennt meðgöngujóga í Jógasetrinu

Elva Rut útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1996 og sem ljósmóðir frá sama skóla árið 2006.

Fyrri störf: Elva Rut hefur starfað sem ljósmóðir á meðgöngudeild, í Hreiðrinu og á Fæðingarvakt Landspítalans. Sem hjúkrunarfræðingur hefur hún starfað á bráðamóttöku, skurðdeild og hjartadeild Landspítalans og einnig sem skólahjúkrunarfræðingur í einn vetur.

Síminn hjá Elvu Rut er 6150473 og netfangið er: elvarut(hja)bjorkin.is

""""""""""""""

greta mattGreta byrjaði að vinna hjá Björkinni þegar undirbúningur að opnun fæðingarstofunnar var farinn af stað.  Þar sinnir hún þjónustu í meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Greta er auk þess í hlutastarfi á fæðingarvakt LSH.
Greta útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1994 og sem ljósmóðir frá sama skóla árið 2000.

Fyrri störf: Greta hefur starfað sem ljósmóðir hjá LSH frá útskrift. Var fyrstu árin ljósmóðir í MFS, en það var samfelld þjónusta á meðgöngu, í fæðingu og í sængurlegu. Hún sinnti eftir það ljósmóðurstörfum í Hreiðrinu og síðan á fæðingarvaktinni. Hefur auk þess aðstoðað við heimafæðingar og sinnt heimaþjónustu í sængurlegu.

 

Síminn hjá Gretu er 696-5087 og netfangið er: greta(hja)bjorkin.is

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík