frettir 2Það er búið að vera líf og fjör í Lygnu síðustu mánuði þar sem framkvæmdir við Fæðingastofuna hafa verið í fullum gangi.  

Nú er búið að reisa vegg, setja upp skol aðstöðu, mála veggi, setja saman innréttingar og setja upp heila fjóra vaska.  Það hafa verið ófáar ferðirnar sem við erum búnar að fara í Byko, Ikea, Sólar gluggatjöld og fleiri staði til að leita og skoða og kaupa það sem þarf.  Svo höfum við farið álíka margar ferðir til að skipta því sem var vitlaust keypt eða þurfti að breyta !  Þetta er búið að vera lærdómsríkt ferli fyrir okkur ljósmæðurnar.  

Við förum fljótlega að ná í fæðingarúmið og fylla skúffur og skápa af fallegu líni, en hún Gerður í blush.is hefur stutt við okkur með ómetanlegu framlagi auk allra sem hjálpuðu okkur með styrkjum á Karolinafund.  

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík