Björkin ljósmæður undirbýr opnun fæðingastofu í Reykjavík fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu, bæði konur sem koma utan að landi til að fæða börn sín og konur á höfuðborgarsvæðinu sem vilja fæða í heimilslegu umhverfi með ljósmóður sem þær þekkja. Söfnun er hafin á Karolina fund til þess að safna fyrir öllu því sem þarf til að útbúa heimilislega, fullbúna fæðingastofu.

Framkvæmdir eru einnig hafnar við húsnæðið þar sem Björkin hefur aðsetur og stefnt er á að fæðingastofan verði tilbúin til notkunar í vor.

Víða á nágrannalöndum okkar eru ljósmæðrarekin fæðingaheimili utan spítala, í Bretlandi er mælt með því að hraustar konur í eðlilegri meðgöngu fæði utan sjúkrahúsa, annað hvort á fæðingaheimili eða heima hjá sér því þar er útkoma þeirra best, á Íslandi hefur ekki verið starfandi fæðingaheimili síðan fæðingaheimilinu við Eiríksgötu var lokað 1996 og því löngu tímabært að opna fæðingastofu utan spítala þar sem hraustar konur í eðlilegri meðgöngu geta valið að fæða börn sín. Þú getur lagt þitt að mörkum til að fæðingastofan verði að veruleika með því að fara inná Karolina fund og leggja verkefninu lið.

Hér sérðu söfnunarátakið okkar á Karolina fund

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík