Björkin er nú búin að móta tvö ný námskeið sem eru hluti af námskeiðaröð á vegum Lygnu fjölskyldumiðstöðvar.

Fæðingafræðslunámskeiðið er 2 1/2 klukkustund þar sem farið er í gegn um fæðinguna skref fyrir skref. Markmiðið er að efla sjálfsöryggi, stuðla að jákvæðu hugarfari, draga úr kvíða ef hann er til staðar og stuðla að því þú verðir virkur þátttakandi í fæðingu barnsins þíns og að upplifunin verði jákvæð.

Næstu námskeið verða 8.mars og 19. apríl kl. 17:30  Nánari upplýsingar hér

Brjóstagjafanámskeiðið  er 2 klukkustundir þar sem fræðslan miðar að því að undirbúa parið fyrir fyrstu dagana með barninu.  

Markmið námskeiðsins er að veita foreldrum þá þekkingu sem þarftil að hefja fyrstu skrefin í foreldrahlutverkinu af öryggi og að ekkert komi á óvart. Brjóstagjöf er stór hluti í lífi barnsins og í hlutverki ykkar sem foreldra.  

Lögð er áhersla á þátttöku maka/stuðningsaðilla bæði á námskeiðinu og í stuðningi við brjóstagjöf eftir að barnið er komið í heiminn.Við tökum fyrir hagnýt atriði, allt frá fyrstu mínútum eftir fæðingu og hvernig þarfir barnsins breytast fyrstu dagana og vikurnar.  Farið er yfir gjafastellingar, algengustu spurningar nýbakaðra foreldra og mikilvæga þætti í umönnun ungabarns.

Næstu námskeið verða 29.mars og 10.maí   Námari upplýsingar hér

Þar sem námskeiðsröðin rúllar aftur og aftur er engin hætta á að missa af námskeiði, þau eru haldin reglulega.  Frekari upplýsingar um dagsetningar og hin námskeiðin má finna hér á heimasíðu Lygnu.

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík