frettir 2Það er búið að vera líf og fjör í Lygnu síðustu mánuði þar sem framkvæmdir við Fæðingastofuna hafa verið í fullum gangi.  

Nú er búið að reisa vegg, setja upp skol aðstöðu, mála veggi, setja saman innréttingar og setja upp heila fjóra vaska.  Það hafa verið ófáar ferðirnar sem við erum búnar að fara í Byko, Ikea, Sólar gluggatjöld og fleiri staði til að leita og skoða og kaupa það sem þarf.  Svo höfum við farið álíka margar ferðir til að skipta því sem var vitlaust keypt eða þurfti að breyta !  Þetta er búið að vera lærdómsríkt ferli fyrir okkur ljósmæðurnar.  

Við förum fljótlega að ná í fæðingarúmið og fylla skúffur og skápa af fallegu líni, en hún Gerður í blush.is hefur stutt við okkur með ómetanlegu framlagi auk allra sem hjálpuðu okkur með styrkjum á Karolinafund.  

Björkin ljósmæður undirbýr opnun fæðingastofu í Reykjavík fyrir hraustar konur í eðlilegri meðgöngu, bæði konur sem koma utan að landi til að fæða börn sín og konur á höfuðborgarsvæðinu sem vilja fæða í heimilslegu umhverfi með ljósmóður sem þær þekkja. Söfnun er hafin á Karolina fund til þess að safna fyrir öllu því sem þarf til að útbúa heimilislega, fullbúna fæðingastofu. 

Björkin er nú búin að móta tvö ný námskeið sem eru hluti af námskeiðaröð á vegum Lygnu fjölskyldumiðstöðvar. 
Fæðingafræðslunámskeiðið er 2 1/2 klukkustund þar sem farið er í gegn um fæðinguna skref fyrir skref. Markmiðið er að efla sjálfsöryggi, stuðla að jákvæðu hugarfari, draga úr kvíða og stuðla að því þú verðir virkur þátttakandi í fæðingu barnsins þíns og að upplifunin verði jákvæð.

Brjóstagjafanámskeiðið  er 2 klukkustundir þar sem fræðslan miðar að því að undirbúa parið fyrir fyrstu dagana með barninu.  Brjóstagjöf er stór hluti í lífi barnsins og í hlutverki foreldranna.

Björkin óskar ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegs nýs árs með bestu þökkum fyrir liðnar stundir. Árið hefur verið okkur gott, við höfum verið svo lánsamar að taka þátt í mörgum yndislegum heimafæðingum á árinu.Við höfum frá byrjun sinnt um 200 fæðingum sem flestar hafa klárast heima.

Við erum svo þakklátar fyrir allar skemmtilegu fæðingasögurnar, kveðjurnar og myndirnar sem þið hafið sent okkur.

Okkur þykir svo vænt um að fá að fylgjast með litlu vinum okkar áfram. Við hlökkum til nýja ársins með öllum þeim ævintýrum sem það mun bera í skauti sér. Hver veit nema draumur okkar um lítið fæðingarheimili verði loks að veruleika. Við getum glatt ykkur með því að ný og falleg heimasíða fer nú í loftið með nýrri og enn betri þjónustu en áður hefur verið.

Ást og friður

jolakvedja2015

Heimafæðingaljósmæður Bjarkarinnar Arney og Hrafnhildur senda jólakveðjur til allra mæðra, feðra og barna sem þær hafa sinnt á árinu.  

jla

Jólagleði Lygnu var haldin 15.desember og fylltist húsið af foreldrum og börnum sem hafa þegið þjónustu af Lygnubúum síðastliðin ár.  Lygna hóf starfsemi haustið 2013 og hafa nokkrir þjónustuaðillar aðstöðu í fjölskyldumiðstöðinni sem allir miða að velferð barna og fjölskyldna.

Hjá Lygnu starfa kröftugar og hugmyndaríkar konur, og það eru spennandi hugmyndir í burðarliðnum sem munu líta dagsins ljós á nýju ári.  Fylgist með frekari fréttum :)

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík