IMG 2078b

Ég er heimafæðingaljósmóðir og rek fyrirtækið Björkin ljósmæður með Hrafnhildi, góðri vinkonu minni. Vinnan okkar snýst aðallega um heimafæðingarnar; við sinnum skjólstæðingum okkar síðstu vikur meðgöngunnar, í fæðingunni sjálfri og í sængurlegunni. Auk þess bjóðum við upp á námskeið, ráðgjöf og ýmislegt fleira tengdu barneignum í Lygnu fjölskyldumiðstöð, þar sem við höfum aðsetur.

Ég get ekki hugsað mér meira gefandi, fjölbreyttari eða skemmtilegri vinnu en þá sem ég sinni. Hún er samt líka stundum erfið og af og til koma mjög krefjandi og erfiðir
sólahringar. En þeir skilja ekki síður mikið eftir sig og gefa mér svo mikið.

Líkamlegar breytingar á meðgöngu

Á meðgöngu verða miklar lífeðlisfræðilegar breytingar á líkama konunnar. Þessar breytingar verða vegna áhrifa hormóna og eru til þess að undirbúa það sem framundan er, fæðingu og brjóstagjöf. Það sem breytist í líkamanum er m.a. blóðrásin, stækkun verður á legvöðvanum, það teygist á legböndum og brjóstin stækka. Með þessum breytingum er líkaminn að hlúa að hinu vaxandi lífi. Líkaminn lagar sig að breyttu hlutverki og konan finnur stöðugt fyrir þessum umskiptum. Nýjar kröfur eru gerðar til líkama konunar þar sem hún andar, meltir og útskilur ekki bara fyrir sjálfa sig heldur líka fyrir barnið sitt sem er að vaxa og dafna. Kvennlíkaminn er gerður til þess að ganga með og fæða börn og því upplifa margar konur meðgönguna sem tíma heilbrigðis og lífskrafts. Með því að borða fjölbreyttan og næringarríkan mat, hreyfa sig skynsamlega og vera í tengslum við tilfinningar sínar stuðlar konan að andlegri og líkamlegri vellíðan sinni á meðgöngunni.

Kynlíf á meðgöngu er umræðuefni sem flestir hafa áhuga á en ekki allir spyrja um á meðgöngu. Þær breytingar sem verða á líkama konu á meðgöngu, við fæðingu og við móðurhlutverkið eru gríðarlegar og er eitt stærsta breytingaskeð sem kona gengur í gegnum á lífsleiðinni. Meðganga og fæðing er eðlilegur lífsviðburður en krefst samt sem áður aðlögunnar bæði hjá móður og maka. Að eignast fyrsta barnið sitt krefst einnig mestrar aðlögunnar.

Stuðningur í fæðingu:

  • Mikilvægt er að velja sér aðila sem veitir manni stuðning og  manni líður vel með og treystir. Oftast er það maki en stundum einhver annar. Ef maki er stuðningsaðili má ekki gleyma því að hann er líka að verða foreldri og stundum þurfa báðir foreldrar á stuðningi að halda í fæðingunni.
  • Góður stuðningur getur haft jákvæð áhrif á gang fæðingar. Losun  hríðahormónsins oxytocín og losun endorfína eykst og það dregur úr magni  streituhormóna í blóðinu, það stuðlar að eðlilegum gangi fæðingarinnar.
  • Konan nær betri slökun og á auðveldara með að einbeita sér að því að anda sig gegnum hríðarnar ef hún er með góðan stuðning í fæðingunni. Með góðum stuðningi eru auknar líkur á jákvæðari upplifun af fæðingunni og tilfinningu um að hafa stjórn sem er konunni svo mikilvægt.

 

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík