Rólyndisprinsinn

Við Svenni komumst að því að við ættum von á öðru barni og ég var sett 25. feb. 2011. Kolbrún yrði stóra systir rétt fyrir tveggja ára afmælið sitt. Meðgangan gekk vel, ég var í mæðravernd hjá Áslaugu ljósmóður og hún ætlaði að taka á móti hjá okkur, við stefndum að heimafæðingu alveg eins og með Kolbrúnu. Meðgangan gekk mjög vel og ég skráði mig í meðgöngujóga hjá Auði og hypnobirthing námskeiðið hjá mömmu. Ég fann á mér frá byrjun að ég gengi með strák og það kom líka í ljós í 20 vikna sónar, ég grét í sónarnum þegar við sáum það, ég var svo hrærð og hamingjusöm. Þegar ég var komin 36 vikur þá sagði Áslaug mér að hún yrði að hætta og benti mér á að tala við Hrafnhildi og Arneyju í Björkinni.

Fæðing Hrafnhildar Irmu 05.12.10

Þessi fæðingarsaga hefur smá forsögu og ætla ég að segja hana líka. 
Ég var ófrísk af mínu öðru barni og fæðing dóttur minnar Brynhildar Kötlu gekk mjög vel árið 2006. Ég fæddi hana á fæðingagangi LSH og fékk yndislega ljósmóður sem tók á móti henni. Ég fann í þeirri fæðingu að það skipti öllu máli að hafa góða ljósmóður því það var hún sem veitti mér öryggið. Ekki tólin og tækin sem voru í herberginu. Ég hef alltaf stefnt að því að verða ljósmóðir og fór í það nám eftir fæðingarorlof. Í náminu heillaðist ég enn meira af hinu náttúrulegu ferli fæðingar og samfellu í fæðingarþjónustu. Heimafæðingar áttu hug minn allan og það kom því ekkert annað til greina að fæða næsta barn heima.

Í febrúar 2009 komumst við að því að við ættum von á okkar þriðja barni og settur dagur var 30. október. Eldri börnin eru tvíburar og fæddust eftir gangsetningu í 38. viku. Áður en ég varð ólétt í þetta skiptið var ég búin að vera að lesa um heimafæðingar á netinu og fannst það ansi heillandi kostur. Þegar ég var orðin ólétt byrjaði ég fljótlega að minnast á þennan kost við manninn minn og ég held að hann hafi haldið að ég hafi dottið á höfuðið, það væri nú MIKLU öruggara og snyrtilegra að eiga á spítala! Held hann hafi séð fyrir sér blóðslettur upp um alla veggi! Eftir að hafa rætt þetta við hann fram og til baka og kynnt fyrir honum þær staðreyndir að þetta væri ekkert hættulegra og ef það þyrfti að flytja mig á spítala þá hefði ég bara fengið að vera aðeins lengur heima hjá mér og ég myndi hvort eð er þurfa að keyra upp á spítala með hríðar ef ég myndi ætla að eiga þar þá fór hann að sættast á þessa hugmynd.

Þegar ég komst að því sumarið 2009 að ég væri ólétt í annað sinn komst aðeins eitt fyrir í höfðinu á mér; heimafæðing. Ég hafði mikið hugleitt þetta eftir síðustu fæðingu, en ég fæddi í vatni á Landsspítalanum. Þrátt fyrir að allt gekk vel hafði ég verið töluvert hrædd við fæðinguna og bar með mér mikinn ótta og kvíða gagnvart fæðingunni. Mér fannst fæðingarnámskeiðin sem Heilsugæslan býður uppá ekki gera gagn við að eyða þeim ótta hjá mér, eins fannst mér ég bara heyra vondar fæðingarsögur, hálfgerðar hryllingssögur. Mér leið aldrei vel á spítalanum svo án þess að vita nokkuð um heimafæðingar ákvað ég bara að fara á google og leita mér upplýsinga. Í leitinni fann ég í leiðinni heimafæðingasögur og fleiri fróðleik sem bara hvöttu mig áfram. Ég hafði síðan samband við Áslaugu Hauksdóttur ljósmóður sem sá um mig í mæðraverndinni, í fæðingunni og kom til okkar í heimaþjónustu. Þvílíkur munur að hafa alltaf sömu ljósmóðurina!

Þann 8. febrúar 2009 átti ég von á mínu öðru barni. Ég var búin að vera með samdrátta- og fyrirvaraverki í hátt á annan mánuð og daman verið skorðuð í 5 vikur svo þegar settur dagur rann upp var ég orðin nokkuð langeygð. En daman þurfti að punta sig aðeins betur og ákvað loks eftir fjörtíu og einnar viku meðgöngu að kíkja á heiminn. 
Laugardaginn 14. febrúar fór að bera á óreglulegum verkjum síðla dags og um níu leytið um kvöldið var ég orðin nokkuð spennt yfir verkjunum en þorði ekki að líta á klukkuna því ég óttaðist að sóttin myndi detta niður ef ég færi að mæna á klukkuna. Ég bað því manninn minn um að sjá um tímavörsluna. Verkirnir voru óreglulegir á 13-20 mínútna fresti og sumir sterkir og aðrir veikir. Ég hafði ætlað mér að eiga heima og upp úr ellefu trúðum við því loks að þetta væru hríðar en engir tálverkir. Við settum því drenginn í rúmið (uss – hann hafði fengið að vaka allt of lengi) og fórum að undirbúa rúmið og fæðingarlaugina.

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík