Aðdragandinn saga 1 edited

Ég var sett 16. Júní 2014 en ég hafði hengt mig á nokkrar dagsetningar fyrir tímann – því maður á jú að eiga fyrir tímann sem fjölbyrja – en þá átti fjölskyldan að samanstanda af 75% kvenmönnum og 25% karlmönnum (já eða manni)

2. Júní kom og fór en ég viðurkenni að það var meira óskhyggja þreyttrar konu á fyrripart meðgöngunnar en ekki alveg einlæg ósk því ég vildi jú að barnið bakaðist aðeins betur en 38 vikur. Næsta dagsetning var föstudagurinn 13. júní– þar á eftir taldi 3 ára dóttir okkar að litla systir myndi koma 17. Júní og þá líklega fljúga hingað með gasblöðrunum sem hún beið með eftirvæntingu.

Síðan var það kvenréttindadagurin 19. henni hentaði ekki að deila þeim merka degi, 20. var svo næsti óskadagur en það er dánardagur föður míns. Gleðigjafinn vildi hins vegar koma lengsta dag ársins þann 21. Júní og mikið var hún velkomin þann yndislega dag – litli sólargeislinn.

Þegar ég hugsa til baka var ansi langur aðdragandi að fæðingunni hjá mér.  Það var svo skrítið að ég var  snemma á meðgöngunni  ansi viss um að ég myndi ganga fram yfir og var sátt við það. En svo var það ekki fyrr en á 37. viku að mér var farið að gruna að nú færi hann að láta sjá sig.
Allt byrjaði þetta með þriggja vikna hreinsun á líkamanum mínum. Get ekki sagt að það hafi verið spennandi tímar með „gullfoss“ alla daga. Það var svo á annari vikunni sem ég var send uppá deild á föstudegi eftir viðkomu hjá lækni, samkvæmt ráðleggingu ljósmóður minnar og fékk þá næringu í æð. Það hressti mig yfir helgina.  Á mánudeginum var svo sama sagan nema ekki með sömu magaverkjum.

Mig minnir að fyrsta ákvörðunin sem ég hafi tekið varðandi fæðingu frumburðarins hafi verið að ég skyldi eignast barnið á spítala en ekki heima. Þá var ég gengin nokkrar vikur og hafði rætt við vinkonu sem hafði ýmislegt við heimafæðingar að athuga. Hugmyndin um heimafæðingu kom svo ekki aftur upp fyrr en nokkrum mánuðum síðar. Þá fór ég að vinna með konu sem var að kynna sér þennan möguleika. Ég hafði nánast ekkert pælt í meðgöngunni eða fæðingunni á þessum tímapunkti. Var bara upptekin við annað og fannst þetta allt frekar óáhugavert. Áhugaleysi mitt tengdist ekki meðgöngunni beint eða væntanlegu barni, heldur höfðaði hin almenna orðræða um barneignir ekki til mín. Það sem samstarfskona mína sagði mér af uppgötvunum sínum varðandi heimafæðingar og hugmyndafræðina þar að baki höfðaði hins vegar til mín. Ég áttaði mig á því að meðganga og fæðing eiga sér pólitíska hlið og áhugi minn vaknaði. Það reyndist lítið mál að fá Styrmi á mitt band.

Sumarið 2010 komumst við að því að við áttum von á okkar öðru barni. Fyrir áttum við 18 mánaða strák sem ég fæddi eftir gangsetningu á 42 viku á FSA. Sú fæðing gekk brösulega og sat svolítið í mér svo ég var ákveðin í því þegar ég gekk með annað barnið að undirbúa mig vel og kynna mér hvað væri í boði fyrir mig. Þarna bjuggum við í Hafnarfirði og fyrir tilviljun heyrði ég af heimafæðingum. Það var kostur sem hafði ekki hvarflað að mér áður en ég heillaðist algjörlega og því meira sem ég las mig til því meira hlakkaði ég til að fá að upplifa þetta sjálf. Fyrir mér var það ansi stórt skref því áður kveið mér mjög fyrir því að ganga í gegn um aðra fæðingu.

Vil deila með ykkur heimafæðingareynsluna okkar góðu. Ef ykkur langar að lesa hana yfir drykk.

Ég var á fullu fimmtudaginn 17.apríl 2008, skóli, fundir, útréttingar og saumaklúbbur um kvöldið. Um nóttina svaf ég vel en fann áður en ég fór að sofa að ég var komin með léttan túrverkjaseyðing, þótti lúmskt gaman að vitneskjunni að það styttist í að ég fengi drenginn í hendurnar. Vaknaði kl 6 um morgunin 18.apríl við það 2 1/2árs stelpan mín var komin oní mömmuholu og þá fann ég að ég var komin með sterka fyrirvaraverki, fór framúr og það fór að hlakka enn meir í mér. Tók stelpuna þegar hún vaknaði og bjó hana undir leikskólann og fór með hana þangað. Þær á leikskólanum spurðu hvort ég ætti ekki að vera á spítalanum núna að fæða, bara að þær vissu en ég brosti og sagði að barnið kæmi þegar það kæmi.

Þann 1. febrúar 2007 fæddi ég eldri son minn, hann Mikael Mána á Landspítalanum. Ýmis vandamál gerðu vart við sig og upplifunin af meðgöngu og fæðingu varð því ekki eins náttúruleg og jákvæð og ég hafði í upphafi vonað og ásett mér. Engu að síður voru verðlaunin ómetanleg, að fá þennan yndislega og velkomna gullmola í hendurnar! Brjóstagjöfin gekk vonum framar og ég naut þess í botn að vera orðin mamma. Við mæðginin tengdumst sterkum böndum og nutum hverrar einustu stundar saman, sérstaklega brjóstagjafarinnar, þangað til hann ákvað sjálfur 15 mánaða gamall að hætta. Fæðingarreynslan lifði þó í minningunni og ég upplifði visst tómarúm og sjálfsmyndin mín hafði breyst til hins verra því mér fannst ég ekki hafa staðið mig nægilega vel...

...en ég sé það núna að það voru aðrir sem stóðu sig ekki nógu vel og aðstæðurnar hentuðu mér bara ekki...

Ég hafði undirbúið mig mikið undir fæðinguna og lesið mér mjög mikið til og kynnt mér heimafæðingar og náttúrlegar fæðingar út í hörgul. Ég vissi að það væri ekki hægt að undirbúa fæðingu frá A til Ö því að það væri alltaf eitthvað sem kæmi á óvart og þar var svo sannarlega tilfellið því þessi fæðing var mjög svo frábrugðin fyrri fæðingu minni 10 árum áður.

Ég vaknaði kl 6.25 við að krílið hreyfði sig eitthvað inni í mér og ég get ekki útskýrt það en ég vaknaði við það og vissi að ég yrði að standa upp. Ég ákvað að fara á klósettið og þá lak vatn niður lærin á mér. Alls ekki mikið en nóg til að bleyta vel nærbuxurnar og til að leka aðeins niður lærin. Það fór þó bara einn pínu blettur í rúmið en ekkert á gólfið.

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík