Viltu fá svar við spurningum þínum í notalegu samtali við ljósmóður? Þú þarft ekki að vita jafn mikið og ljósmóðir til að eiga góða fæðingu, en það er gott að búa yfir ákveðinni þekkingu. Góður undirbúningur fyrir fæðingu stuðlar að því að fæðingin þín verði góð upplifun, hvar og hvernig sem fæðingin á sér stað. Hvað er það sem þú vilt fá að vita? Við bjóðum upp á sveigjanlegt prógram sem er sniðið til að mæta þínum þörfum.

Hvort sem þú ert að eignast þitt fyrsta barn eða hefur upplifað fæðingu og foreldrahlutverkið áður er einstaklings/paranámskeiðið Fæðingin mín eitthvað sem gæti hentað þér. Þú getur fengið svör við algegnum spurningum eins og hvernig veit ég að fæðing er hafin? Hvernig eru hríðar? Hvað er að gerast í líkamanum í fæðingunni? Hvað get ég gert svo mér líði sem best í fæðingunni? Hvað getur makinn/stuðningsaðili gert til að styðja mig sem best? Hvernig líður makanum í fæðingunni? Er vatnsfæðing eitthvað fyrir mig? Hvenær á ég að hringja í ljósmóður? Ég var ekki ánægð með síðustu fæðingu, hvað get ég gert til þess að þessi verði ánægjulegri? Við leitumst við að svara spurningum þínum/ykkar og undirbúa þannig að þú farir inn í fæðingu öruggari með trú á ykkur og líkamanum ykkar.

Markmið: Að efla sjálfsöryggi, stuðla að jákvæðu hugarfari, draga úr kvíða ef hann er til staðar, stuðla að því þú verðir virkur þáttakandi í fæðingu barnsins þíns og að upplifunin verði jákvæð.

Þú hittir ljósmóður í eitt skipti í u.þ.b. tvær klukkustundir, tímasetningin fer eftir þörfum þínum. Innifalið í verði er eitt skipti í undirbúnings nálastungu fyrir fæðingu ef vill, hefti með öllum helstu upplýsingum um fæðingu auk þess hefur þú aðgang að ljósmóður í gegnum tölvupóst fram að fæðingu.

Verð 19.900

Tímapantanir og nánari upplýsingar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 6649080

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík