MB0A3555 51Á námskeiðinu svörum við algengum spurningum foreldra varðandi fæðinguna til þess að undirbúa ykkur sem best þannig að þið farið inn í fæðinguna örugg með ykkur,  laus við kvíða og full sjálfstrausts og tilhlökkunar.

Farið er yfir fæðinguna stig af stigi og skoðum hvaða leiðir eru í boði til að fara í gegn um fæðinguna með jákvæðu hugarfari.

Dæmi um spurningar sem við leitumst við að svara: Hvernig veit ég að fæðing er hafin? Hvernig eru hríðar? Hvað er að gerast í líkamanum í fæðingunni? Hvað get ég gert svo mér líði sem best í fæðingunni? Hvað getur makinn/stuðningsaðili gert til að styðja mig sem best? Hvernig líður makanum í fæðingunni? Er vatnsfæðing eitthvað fyrir mig? Hvenær á ég að hringja í ljósmóður?

MB0A3546 51

Markmið: Að efla sjálfsöryggi, stuðla að jákvæðu hugarfari, draga úr kvíða ef hann er til staðar og stuðla að því þú verðir virkur þátttakandi í fæðingu barnsins þíns og að upplifunin verði jákvæð.

Námskeiðið hentar vel á seinni hluta meðgöngu, frá 28 viku og fram að fæðingu.  Gott að vera búin að borða og vera í þægilegum fötum. Nóg er af púðum og grjónapúðum til að láta fara vel um sig. Boðið er upp á létta hressingu í hléi.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru ljósmæður Bjarkarinnar, sem hafa áralanga reynslu við að styðja við konur í fæðingu og yfirgripsmikla þekkingu á fæðingarferlinu.

Námskeiðið er u.þ.b. 2 klst- 2 1/2, eitt kvöld.  Verð er 12.000 kr fyrir parið, athugið að sum stéttarfélög niðurgreiða svona námskeið.  Til að staðfesta þátttöku þarf að greiða námskeiðsgjaldið 3 dögum fyrir námskeið.  Hægt er að leggja inn á 1101-05-762245, kt. 471009-1050

Skráning á skráningarvefThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 567-9080. 
Námskeiðin eru haldin í Lygnu fjölskyldumiðstöð, Síðumúla 10.


MB0A3659 51Næstu námskeið verða:

31. október kl 17:30-20. 

5. desember kl 17:30-20.

16. janúar kl 17:30-20.

 

 Í Lygnu fjölskyldumiðstöð eru nú í boði 5 mismunandi námskeið sem undirbúa tilvonandi foreldra fyrir foreldrahlutverkið, og er fæðingarundirbúningsnámskeiðið eitt af þeim. Veittur er afsláttur þegar foreldrar kjósa að sitja öll námskeiðin og kostar þá 50.000 kr. fyrir parið á öll 5 námskeiðin.  Sjá meira um þau hér.

 

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík