Brjóstagjöf og fyrstu dagarnir eftir fæðingu barnsins

saga 15 edited

Markmið námskeiðsins er að veita foreldrum þá þekkingu sem þarftil að hefja fyrstu skrefin í foreldrahlutverkinu af öryggi og að ekkert komi á óvart. Brjóstagjöf er stór hluti í lífi barnsins og í hlutverki ykkar sem foreldra.  

Lögð er áhersla á þátttöku maka/stuðningsaðilla bæði á námskeiðinu og í stuðningi við brjóstagjöf eftir að barnið er komið í heiminn.Við tökum fyrir hagnýt atriði, allt frá fyrstu mínútum eftir fæðingu og hvernig þarfir barnsins breytast fyrstu dagana og vikurnar.  Farið er yfir gjafastellingar, algengustu spurningar nýbakaðra foreldra og mikilvæga þætti í umönnun ungabarns.

Gott að vera búin að borða og vera í þægilegum fötum. Nóg er af púðum og grjónapúðum til að láta fara vel um sig. Boðið er upp á létta hressingu í hléi.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru ljósmæður Bjarkarinnar.  Námsefnið er unnið af ljósmóður og brjóstaráðgjafa.

Námskeiðið er u.þ.b. 2 klst, eitt kvöld.  Verð 12.000 kr fyrir parið, athugið að sum stéttarfélög niðurgreiða svona námskeið. Til að staðfesta þátttöku þarf að greiða námskeiðsgjaldið 3 dögum fyrir námskeið.  Hægt er að legggja inn á 544-04-762245, kt. 471009-1050

Skráning á skráningarvefThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 567-9080. 
Námskeiðin eru haldin í Lygnu fjölskyldumiðstöð, Síðumúla 10.

 

Næstu námskeið verða:

21. nóvember kl 17:30-19:30.

Í Lygnu fjölskyldumiðstöð eru nú í boði 5 mismunandi námskeið sem undirbúa tilvonandi foreldra fyrir foreldrahlutverkið, og er brjóstagjafanámskeiðið eitt af þeim. Veittur er afsláttur þegar foreldrar kjósa að sitja öll námskeiðin og kosta þá 50.000 kr. fyrir parið.  Sjá meira um þau hér.

 

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík