pistlar leidir 2

Nálastunga er stuðningsmeðferð veitt af ljósmæðrum Bjarkarinnar við algengum fylgikvillum meðgöngu. Nálastunga er hluti af kínverskri læknisfræði sem er meira en 4000 ára gömul.  Slökun á meðgöngu hefur sýnt góð áhrif á streitu og kvilla sem fylgja meðgöngunni.

Markmið meðferðarinnar er að auka vellíðan og minnka einkenni meðgöngukvilla allt frá upphafi meðgöngu. Ljósmæður mæla með nálastungum sem stuðningsmeðferð við ógleði og uppköstum,  grindarverkjum, svefnleysi, kvíða og til að undirbúa fæðingu. 

 

Boðið er upp á undirbúningsnálar fyrir fæðingu frá 36.viku meðgöngu.  

Meðferðin tekur 30-40 mínútur.

Fyrsta heimsókn kostar 6.000 kr, en 20% afsláttur er veittur ef þú kemur aftur í nálastungu.

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík