Ljósmæðraþjónusta

maedraskodun

Ljósmæður Bjarkarinnar veita ráðgjöf og stuðning í tengslum við meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.  Hvort sem þörf er á að vinna úr erfiðri reynslu, fá stuðning við ákvarðanatöku, persónulega fræðslu eða einfaldlega að ræða málin yfir kaffibolla þá ert þú, maki þinn og aðrir stuðningsaðillar velkomin til okkar í Lygnu.  Auk þess veitum við stuðning á meðgöngu með tölvupósti eða netspjalli.  

Tímapantanir á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 6649080

Stuðningur á meðgöngu.  Meðgangan er magnaður tími sem undirbýr okkur fyrir fæðingu og foreldrahlutverkið. Þetta er tími mikilla breytinga og getur einnig verið tími mikilli tilfinninga. Stundum upplifa konur áhyggjur af yfirvofandi fæðingu sem gott getur verið að ræða við ljósmóður. Við bjóðum þér að ræða áhyggjur þínar við ljósmóður, sem vinnur með þér að leita lausna og draga úr áhyggjum, hvort sem þú ert að fara að fæða þitt fyrsta barn eða hefur fætt áður. Við bjóðum einnnig upp á aðstoð við að gera óskalista fyrir fæðingu sé þess óskað.

Stuðningur eftir fæðingu.  Eftir fæðingu hafa sumar konur og makar þeirra þörf fyrir að ræða hvernig fæðingin gekk fyrir sig.  Upplifun fólks af meðgöngu og fæðingu er mjög misjafn og oft er mikilvægt að fá rými til að ræða upplifun sína við hlutlausan aðila.  Ljósmæður Bjarkarinnar bjóða upp á viðtal þar sem farið er yfir ferlið og lesið er saman yfir fæðingaskýrsluna.  Engu máli skiptir hversu langt er liðið frá fæðingu, en erfið upplifun getur setið lengi í huga manns.  Oft er gott að fara yfir fyrri fæðingu þegar von er á öðru barni, eða jafnvel áður en kona verður ólétt aftur.

 Stuðningsviðtal tekur um 60 mínútur og kostar 6.000 krónur.  

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík