Sængurlega á fæðingardeildum á Íslandi hefur sífellt verið að styttast á liðnum árum. Þær konur sem fæða eðlilega og eignast heilbrigt barn útskrifast heim fljótlega eftir fæðingu barns og fá heimaþjónustu frá ljósmóður. Heimaþjónustan er greidd af Sjúkratryggingum Íslands og er því foreldrum að kostnaðarlausu sé móðirin sjúkratryggð.

Heimaþjónusta ljósmóður er einstaklingsmiðuð og unnin í samráði við konuna og fjölskyldu hennar. Ljósmóðirin kemur heim til viðkomandi fjölskyldu í allt að 8 vitjanir, 1-2 á dag, fyrstu 7-10 dagana eftir fæðingu. Ljósmóðirin veitir fræðslu og stuðning og aðstoðar foreldrana við umönnun barnsins fyrstu dagana. Fylgst er með andlegu og líkamlegu heilbrigði og brugðist við þeim vandamálum sem upp geta komið tengt brjóstagjöf, nýburagulu, líðan móður o.fl.

Um 100 ljósmæður starfa við heimaþjónustu á öllu landinu og er það alfarið val foreldra hvaða ljósmóður þau kjósa að fá heim til sín eftir fæðinguna. Starfsfólk sængurlegudeilda sjá um að útvega ljósmóður í heimaþjónustu eftir fæðingu barns. Ef foreldrar hafa ákveðnar óskir um hvaða ljósmóður þau vilja fá í heimaþjónustu er mikilvægt að láta starfsfólk sængurlegudeilda vita. Reynt er að koma til móts við óskir foreldra eins og kostur er.

 

 

 

Ljósmæður Bjarkarinnar vilja sinna konum á þeirra eigin forsendum til að koma sem best á móti þörfum hverrar fjölskyldu fyrir sig. Leggjum við áherslu á virðingu í samskiptum þannig að sængurlegan verði sem ánægjulegust fyrir fjölskylduna. Að jafnaði sinnir sama ljósmóðirin hverri fjölskyldu fyrir sig.  Ef sú ljósmóðir forfallast af einhverjum ástæðum er önnur ljósmóðir innan Bjarkarinnar til taks sem hefur sömu viðhorf og áherslur í starfi sínu.     Nánari upplýsingar í síma 567-9080

Ljósmæður

Arney Þórarinsdóttir            664-9081

Emma Swift                        853-8812

Harpa Ósk Valgeirsdóttir    659-8088

Hrafnhildur Halldórsdóttir  664-9083

Ljósmæður Bjarkarinnar bjóða konum/pörum sem eiga von á barni og stefna á að fá heimaþjónustu frá Björkinni, að hittast einu sinni á meðgöngunni til að undirbúa og ræða væntingar fyrir fyrstu dagana eftir fæðingu og upphaf brjóstagjafar.

 

 

 

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík