Bruntona2

bjorkin litid
Velkomin 

Björkin er miðstöð fyrir verðandi foreldra og foreldra nýfæddra barna.

Ljósmæður Bjarkarinnar bjóða alhliða ljósmæðraþjónustu, 
á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu vikurnar eftir fæðingu.

Á meðgöngu bjóðum við upp á nálastungu, stuðningsviðtöl og
undirbúning fyrir fæðingu.    Þær konur sem stefna á fæðingu
hjá okkur eru einnig í mæðravernd frá þriðja hluta meðgöngu.

Við sinnum fæðingum í heimahúsum og stefnum á að
opna fæðingastofu á næstu mánuðum.
Við tökum að okkur heimaþjónustu eftir fæðingu fyrir
þær konur sem óska eftir því.

Vinsælu námskeiðin okkar, Fæðingarundirbúningur og 
Brjóstagjöf og fyrstu daga barnsins eru haldin á 6 vikna fresti.
Foreldrum stendur einnig til boða að koma í einkatíma og 
fá þar sömu fræðslu og á námskeiðunum.

Við mælum með

HuskBambo nature Hreiður

Upplýsingar

Sími: 567-9080
Email: bjorkin@bjorkin.is

Síðumúla 10 108 Reykjavík