
Fæðingin þín byrjar hér
Velkomin í Björkina. Frá árinu 2010 höfum við veitt nána og persónulega þjónustu í barneignarferlinu, á fæðingarheimilinu okkar í Síðumúla 10 og í heimafæðingum.
Við lítum á fæðinguna sem eðlilegt ferli og veitum faglegan og persónulegan stuðning. Ljósmæðrateymið þitt er til staðar fyrir þig í öllu ferlinu frá 34.vikum meðgöngu, í fæðingu og fyrstu 10 dagana eftir fæðingu.
Áhersla Bjarkarinnar er að byggja upp traust og öryggi verðandi foreldra með fræðslu og stuðningi, svo þau geti tekið upplýstar ákvarðanir og verið við stjórn í barneignarferlinu.
Hafðu samband við okkur í dag til að bóka viðtal og fá leiðsögn um fallegu aðstöðuna
okkar í Síðumúla 10. Ef þú finnur ekki tíma sem hentar sendu okkur þá póst á bjorkin@bjorkin.is og við finnum tíma fyrir þig.
Hvernig virkar þjónustan ?

4
Fæðingingaheimili Bjarkarinnar Síðumúla 10
Á fæðingarheimilinu okkar í Síðumúla 10 er góð aðstaða fyrir fæðingu í heimilislegu umhverfi.
Þegar kemur að fæðingunni hringir þú í ljósmæðrateymið þitt og færð ráðleggingar í byrjun fæðingar, skoðun eftir þörfum og sömu ljósmæður taka á móti ykkur í fæðingarheimilinu þegar tíminn er kominn.
6
Heimaþjónusta eftir fæðingu
Eftir fæðingu kemur ljósmæðrateymið ykkar heim og hjálpar ykkur með fyrstu skrefin með litla barninu.
Ljósmóðir kemur daglega fyrstu dagana og fylgir ykkur í 10 daga eftir fæðingu.
Stutt er við brjóstagjöf, fylgst með að móðir jafni sig vel eftir fæðingu og að barnið dafni vel.
Námskeið og viðburðir
Námskeið Bjarkarinnar hafa lengi verið vinsæl, en við höfum verið með fæðingarundirbúningsnámskeið síðan árið 2010. Áherslan hjá Björkinni er að efla foreldra í ákvöðrunartöku, að fræða um eðlilegt ferli fæðingar og kenna leiðir til þess að foreldrar geti sjálf stutt við jákvæða fæðingarupplifun.
Ljósmæðurnar okkar eru sérfræðingar í eðlilegum fæðingum og brenna fyrir því að miðla og deila til að styðja þig í ferðalaginu frá bumbu til barns.